#

CBD.

CBD hefur verið mikið í umræðu og fréttum víða um heim að undanförnu vegna fjölbreyttra áhrifa sinna til bættrar heilsu.

Lesa meira
#

Góður CBD dagur í Fréttablaðinu

CBD er í miklu sviðsljósi í Fréttablaðinu í dag (sjá hlekk). Viðtalið við Halldóru Mogensen á bls. 2 og svo umfjöllunin um CBD á Íslandi á bls. 3 sem gefur afar góða mynd af öllum CBD aðalatriðunum um þessar mundir. Halldóra er að gera því skóna að Alþingi afgreiði leyfisveitingar á vorþinginu og að þar af leiðandi fari að styttast í að fæðubótarefnin, en ekki bara snyrtivörurnar, verði leyfð hér á landi.

https://frettabladid.overcastcdn.com/documents/SD210122.pdf

#

Gott CBD

CBD fæðubótarefni og aðrar heilsuvörur hafa fengið gríðarlega athygli um allan heim síðustu árin. Sala á CBD húð- og snyrtivörum hefur loksins verið heimiluð á Íslandi og vonandi fylgja fæðubótarefnin í kjölfarið.

Það er magnað á hve fjölbreyttan og skjótan máta CBD getur haft áhrif á andlega og líkamlega líðan okkar. Við leggjum mikla áherslu á gæði CBD varanna okkar og hvetjum þig til þess að gera það sama.

Gott CBD getur nefnilega gert ótrúlega hluti. 

Sjá vörur
#

Þekkt virkni gegn ýmsum kvillum

Vísindaheitið fyrir jurtasameindina CBD er Cannabidiol sem er eitt af u.þ.b. hundrað gagnlegum efnum sem finna má í hampjurtum. CBD styður endókannabínóða kerfi líkamans (e. endocannabinoid system (ECS)) og er talið efla um leið bæði andlega og líkamlega heilsu okkar með margvíslegum hætti. Um þessar mundir er m.a. unnið að ýmsum rannsóknum á áhrifum ECS á miðtaugakerfið og heilann, úttaugakerfið, verkjatilfinningu, ónæmiskerfið o.fl. 

CBD hefur verið til staðar í lífríkinu frá örófi alda og sömuleiðis endókannbínóðakerfi mannslíkamans. CBD er á meðal innihaldsefna í lyfseðilsskyldum tauga- og flogaveikislyfjum og í vísindasamfélaginu er víða viðurkenning á jákvæðum áhrifum CBD heilsuvara á t.d. kvíða, streitu, svefn, minni og skapgerð, matarlyst og meltingarkerfið. Þá er almenn viðurkenning á jákvæðum áhrifum CBD á ýmis húðvandamál, bólgur og verki.

#

Mismunandi gæði

Langt er í frá að allar CBD vörur séu svipaðar að gæðum. Þar getur m.a. munað um ólíkar ræktunar- og vinnsluaðferðir og sömuleiðis eru því miður dæmi um að raunverulegt magn af CBD sé minna en upp er gefið. Magn af CBD í hverjum skammti ræður miklu um bæði verð vörunnar og áhrif hennar. Ólíkir ræktunar- og vinnsluferlar geta skipt miklu um gæði og heilnæmi. Þess vegna þarf að velja framleiðendur af kostgæfni.

Það eru margir góðir CBD framleiðendur á heimsmarkaðnum sem vinna eftir ströngum gæðastöðlum, lyfjafræðilegu eftirliti á rannsóknarstofum sínum og reglubundinni skoðun á öllum verkferlum framleiðslunnar.Áhersla er gjarnan lögð á lífræna ræktun iðnaðarhampsins og sem flestra annarra innihaldsefna, lausra við tilbúinn áburð, skordýraeitur og önnur eitur- og aukefni, erfðabreytingar, tilraunastarf á dýrum, tilbúin lyktarefni, lágmörkun rotvarnarefna o.s.frv. Sömuleiðis skipta metnaðarfullar vinnsluaðferðir í anda hreinleika miklu máli, náttúrulegar leiðir til þess að vinna CBD olíuna úr plöntunni, umhverfisvænar leiðir sem lágmarka kolefnisspor o.fl. 

Andrá heildverslun hefur tryggt sér samstarf við nokkra af þessum viðurkenndu framleiðendum og heitir því að hafa einungis gott CBD á boðstólum fyrir apótekin og aðra endurseljendur sína. Vegferðin hefur farið vel af stað. Í þeim apótekum sem tekið hafa vörnar til sölu, kynnt sér aðalatriði þeirra og endursagt viðskiptavinum sínum hefur salan verið afar góð. Það sem er ennþá mikilvægara er þó að neytandinn er ánægður og í sumum tilfellum nú þegar„kominn í áskrift“. Það segir alltaf sitt um gæðin.

#

Kærkomnar leyfisveitingar

Gott CBD er einkum unnið úr iðnaðarhampi sem er planta af cannabisætt. Notkun þess hefur engin vímugefandi áhrif í för með sér. Eftir að ræktun iðnðarhamps var heimiluð á nýjan leik á vesturlöndum, m.a. til að nýta heilsueflandieiginleika CBD sameindarinnar, hafa CBD vörur í alls kyns formi flætt inn á heimsmarkaðinn. Fæðubótarefni ásamt snyrtivörum eru þar fyrirferðamestar en CBD er m.a. einnig notað í matargerð, heilsute o.fl.

Enda þótt ennþá séu ákveðnar takmarkanir á lögleiðingu CBD heilsuvara á Íslandi fækkar hindrunum stöðugt.Snyrtivörur eru nú þegar leyfðar með ákveðnum skilyrðum en fæðubótarefni, s.s. í formi CBD olíu (tinktúrur) eða hylkja,eru ennþá ekki leyfð. Slík leyfisveiting er til umræðu á Alþingi um þessar mundir en komst ekki til afgreiðslu á vorþinginu eins og stefnt var að.

Nýlega heimilaði heilbrigðisráðherra Lyfjastofnun að gera undanþágur þannig að ræktun iðnaðarhamps á Íslandi verði leyfð. Vonandi er að sú breyting sé undanfari þess að fleiri hindrunum í verslun með CBD vörur verði rutt úr vegi hér á Íslandi. Þróun í þá átt hefur verið hröð bæði í Evrópu og Bandaríkjunum á síðustu misserum og segja má að CBD heilsuvörur fari nú eins og eldur í sinu um hinn vestræna heim. Enda þótt Íslendingar séu aftarlega í þeirri þróun miðaðvið flest nágrannaríki okkar erum við á leið í sömu átt og það er í okkar huga ekki spurning um hvort heldur hvenær skrefið verður stigið til fulls. Þegar CBD fæðubótarefni verða loksins leyfð hérlendis má gera ráð fyrir mikilli sprengingu í sölu og notkun CBD.

#

Gott CBD

Það er til mikið af góðum CBD vörum í heiminum frá hágæðaframleiðendum. Því miður er líka til mikið af CBD vörum sem standa langt í frá undir væntingum. Á næstu mánuðum og misserum mun því reyna á þekkingu og vandaða ráðgjöf starfsfólks í apótekum og heilsuvöruverslunum. 

Magn af CBD í hverri vörutegund ræður eðlilega miklu um verð hennar. Þess vegna er afar mikilvægt að geta treyst þeim upplýsingum sem gefnar eru á umbúðum og vefsetrum framleiðendanna.

Andrá ætlar sér stóra hluti á íslenskum markaði fyrir CBD vörur. Leiðin að því markmiði snýst um að bjóða einungis gott CBD sem stendur bæði undir væntingum og verði. Vonandi munum við eiga farsælt samstarf á þeirri vegferð.