Fréttir

Innköllun

Cibapet CBD fæðubótarefni sem Andrá dreifir, 2% og 4% olía, bitar og töflur fyrir hunda og ketti, hafa verið tekin úr sölu og innkölluð þar sem frágangi tilskilanna leyfa er ekki lokið. Innflytjandi og smásali varanna hafa boðið kaupendum fulla endurgreiðslu.

 

Einungis gott CBD

Frelsinu fegin erum við eins og ábyggilega flestir farin að hugsa okkur til hreyfings á nýjan leik eftir allt það sem á undan er gengið. Við höfum notað tímann vel, fjölgað birgjum og bætt fleiri góðum CBD snyrtivörum í safnið okkar. Búið er að leyfa ræktun iðnaðarhamps á Íslandi og vonandi er það undanfari þess að fæðubótarefnin verði leyfð líka. Við bíðum spennt og erum ákveðin í að bjóða einungis upp á gott CBD og hvetja fólk til þess að vanda valið þegar það leitar fyrir sér með gæði og verð hinna fjölmörgu og ólíku framleiðenda. Tilfellið er nefnilega að gott CBD er betra en margt CBD!

 

Cibdol – gott CBD frá Sviss

CBD (Cannabidiol, Cannabínóðar) heilsuvörurnar fara um þessar mundir mikla sigurför um heimsbyggðina og skiptir fjöldi ólíkra framleiðenda þeirra nú þegar hundruðum og fjöldi mismunandi CBD vara – í ýmsum gæðaflokkum – skiptir eflaust þúsundum. Virka efnið, CBD, er eitt margra kannabínóða í iðnaðarhampi sem er nytjaplanta í flokki kannabisplantna. Iðnaðarhampur er talinn vera fyrsta plantan sem mannkynið hóf að rækta fyrir þúsundum ára, m.a. til margvíslegra lækninga.

Andrá heildsala ehf. hefur nú tryggt sér einkarétt á Íslandi til heildsöludreifingar á afar vönduðum CBD vörum frá svissneska framleiðandanum Cibdol. Á vef fyrirtækisins, cibdol.com, setur Cibdol hreinleika framleiðslunnar í öndvegi með staðhæfingunni „The purest CBD in the world“. CBD vörur sem flokkaðar eru sem snyrtivörur eru leyfðar á Íslandi og fyrir Alþingi liggur frumvarp um lögleiðingu CBD fæðubótarefna sem nú þegar eru leyfð í nær flestum ríkjum hins vestræna heims.

Þetta eru stór tímamót í verkefnum Andrár og sömuleiðis markaði það þáttaskil í starfseminni að við höfum á sama tíma hætt heildsöludreifingu á Penzim til apóteka og annarra endurseljenda á Íslandi.