Coddoc

Fyrir vöðva og liði

Coddoc er sérstaklega ætlað til að liðka liði og mýkja vöðva en einnig notað sem rakagefandi húðáburður.

GÓÐUR LIÐSAUKI UNDIR MIKLU ÁLAGI

Í tilrauna- og þróunarstarfi Coddoc á undanförnum árum hefur íþróttafólk prófað vöruna með góðum árangri. Coddoc er góður félagi allra þeirra sem stunda líkamsrækt eða útivist og jafnframt þeirra sem vilja varðveita hreyfigetu sína og auka vellíðan eins og kostur er.

REYNSLUSÖGUR

 • Bára Guðmundsdóttir

  Ég var greind með slit- og vefjagigt fyrir 30 árum, og nú síðast liðagigt fyrir 4 árum síðan. Ég er búin að prófa allt milli himins og jarðar, þar á meðal sterkustu verkjalyf, en ekkert hefur almennilega virkað. Við hjónin vorum stödd í apóteki um daginn þar sem kynning á Coddoc fór fram. Ég trúði þessu ekki en maðurinn minn keypti engu að síður flösku fyrir mig. Hann kom mér á bragðið því nú nota ég ekkert annað en Coddoc á allan skrokkinn.

  Í hvert skipti sem ég nota Coddoc finn ég hvernig verkirnir linast og bólgan hjaðnar í nokkrar klukkustundir – eitthvað sem ég hef ekki upplifað áður. Ég ber á hnén, ökklana, fingurna og alls staðar þar sem mig verkjar og finn hvernig Coddoc linar kvalirnar ásamt því að ég er ekki eins stíf. Coddoc hefur lengri virkni en allt annað sem ég hef prófað og þess vegna get ég farið á flug í lengri tíma en áður. Ég hef einnig notað PENZIM í mörg ár á húðina þar sem húðin verður oft erfið hjá fólki með mikla gigt. Áður fyrr notaði ég Penzim líka á bólgur og verki en finn hvernig Coddoc virkar ennþá betur á liði og gigt þar sem það nær að fara dýpra. Þess vegna get ég hælt bæði Coddoc og PENZIM frá a til ö.
   

 • Elva Margrét Sigurbjörnsdóttir

  Ég hef glímt við bólur í andliti lengi og prufað mörg krem með litlum árangri. Eftir að ég byrjaði að bera Coddoc á mig fyrir tveimur mánuðum hefur bólunum fækkað jafnt og þétt. Strax eftir eina viku sá ég mikinn mun og það er ótrúlegt að sjá fyrstu myndina í dag.

  Þetta er allt annað líf - ég þarf ekki lengur að setja hálfa dollu af púðri á mig á morgnana eða hafa áhyggjur af útlitinu. Það er líka frábært að fá hrósin frá fólki sem sér muninn á mér.

  Ég er alveg rosalega ánægð með árangurinn. Takk Coddoc fyrir allt!

 • Brynjar Jökull Guðmundsson, landsliðsmaður í alpagreinum

  Keppni á skíðum fylgir mikið álag á hnéliði og ég hef þjáðst af bólgum og verkjum. Ég hef notað ýmsar vörur án árangurs, þar á meðal lyfseðilsskyldar bólgueyðandi töflur.

  Eftir að ég hóf að nota Coddoc reglulega eru bólgur hverfandi og ég æfi verkjalaus.

Coddoc er tilvalinn í allar íþróttatöskur og annars staðar
þar sem tekið er hraustlega á eða þegar mikilvægt er að líkaminn
endurnærist og jafni sig eftir álag eða meiðsli.

INNIHALDSEFNI

Macrogolum 400, Aqua, Glycerin,  Penzyme®, alcohol, tromethamine, calcium chloride, Hydrochloric acid.

FYLGSTU MEÐ