Spotdoc

BURT MEÐ BÓLURNAR!

Spotdoc er hrein íslensk náttúruvara með trypsín-ensímum sem á undanförnum árum hafa skilað unglingum og ungu fólki miklum árangri í baráttu sinni við bólur og erfiða húð, til dæmis í andliti og á baki og bringu.

HREIN NÁTTÚRUAFURÐ

Spotdoc er hrein íslensk náttúruvara með trypsín-ensímum sem á undanförnum árum hefur skilað unglingum og ungu fólki miklum árangri í baráttu sinni við bólur og erfiða húð, til dæmis í andliti og á baki og bringu. Spotdoc er rakagefandi húðáburður sem hreinsar og græðir. Í honum eru engin rotvarnarefni, fita, olía, ilm- eða litarefni sem valdið geta ofnæmisviðbrögðum.

Notkun

Ráðlögð notkun er lítið magn á afmörkuð svæði 2-3svar sinnum á dag eða eftir þörfum. Óhætt er að nota Spotdoc oftar á dag ef því er beitt í sérstökum viðfangsefnum, s.s. á bólur eða annað álíka.

Góð leið til að bera Spotdoc á sig er að sprauta á handarbakið og nota svo hreinan fingur til að bera á svæðin. Fyrstu dagana er eðlilegt að finna fyrir vægri kláðatilfinningu og er það merki um að endurnýjunar- og "viðgerðarferli" sé hafið. Í flestum tilfellum hverfa þau einkenni á 3-5 dögum.

Spotdoc má geyma við stofuhita og heldur það fullri virkni í að minnsta kosti 24 mánuði frá framleiðsludegi. Rétt er að forðast geymslu þess í sólarljósi eða þar sem hiti verður mikill.

ENSÍMIN

Ensím eru próteinsameindir sem allar lífverur jarðarinnar framleiða til þess að hraða efnahvörfum. Þau eru algerlega lífræn, brotna auðveldlega niður og valda því engri mengun. Penzyme® fæst úr cryótín sem inniheldur próteinkljúfandi lífhvata á borð við trypsín. Penzyme® kemur úr hreinu og heilnæmu lífríki sjávar við Íslandsstrendur og er vistvæn viðbótarnýting á íslenska þorskaflanum.

ÖFLUGIR LÍFHVATAR

Tennur Norður-Atlantshafsþorsksins eru lítilfjörlegar og sumir líkja þeim helst við sandpappír! Hann gleypir því alla fæðu sína, til dæmis síld, loðnu, kolmunna, ufsa og jafnvel smáþorsk, í heilu lagi. Í meltingarvegi hans taka firnasterkir lífhvatar, m.a. próteinkljúfandi trypsín-ensím, við og brjóta fæðuna niður. Ensímin eru kuldakær enda kafar þorskurinn oft niður á dýpi þar sem sjávarhitinn getur farið niður í -2°C. Þegar ensímin komast í snertingu við líkamshita mannsins eykst virkni þeirra til muna áður en þau missa afl sitt. Náttúruleg ensím af þessum styrkleika eru vandfundin hvort heldur sem er í dýra- eða jurtaríkinu.

Sölustaðir

Lista yfir sölustaði Spotdoc má finna efst á síðunni undir "sölustaðir"

REYNSLUSÖGUR

 • „Viktoría Von Jóhannsdóttir var fimmtán ára þegar hún prófaði þorskaensímin í fyrsta sinn. „Ég var búinn að reyna nánast allt á bólurnar fram að þeim tíma, ýmis krem, hreinsilínur og aðferðir við að þrífa húðina. Ég sá loksins breytingu með þessu frábæra íslenska kremi. Ég gat notað efnið úr einum 50 ml brúsa daglega í þrjá mánuði og árangurinn var hreint ótrúlegur. Ég veit að myndirnar tala sínu máli en þær segja samt ekkert um það hvað mér líður miklu betur í húðinni - og á sálinni!“

  Spotdoc er tandurhrein íslensk náttúruafurð úr þorskaensímum sem meðal annars hafa náð hafa ótrúlegum árangri á unglingabólur. Spotdoc er náskylt Coddoc en bæði efnin eru sterkara afbrigði af Penzim sem verið hefur á íslenskum markaði um margra ára skeið.

 • Elva Margrét Sigurbjörnsdóttir

  Ég hef glímt við bólur í andliti lengi og prufað mörg krem með litlum árangri. Eftir að ég byrjaði að bera Coddoc á mig fyrir tveimur mánuðum hefur bólunum fækkað jafnt og þétt. Strax eftir eina viku sá ég mikinn mun og það er ótrúlegt að sjá fyrstu myndina í dag.

  Þetta er allt annað líf - ég þarf ekki lengur að setja hálfa dollu af púðri á mig á morgnana eða hafa áhyggjur af útlitinu. Það er líka frábært að fá hrósin frá fólki sem sér muninn á mér.

  Ég er alveg rosalega ánægð með árangurinn. Takk Coddoc fyrir allt!

 • Björgvin Stefánsson

  Björgvin Stefánsson er 17 ára og spilar fóbolta með meistaraflokki Hauka og U-19 ára landsliði Íslands. Hann hefur í langan tíma glímt við unglingabólur í andliti og reynt ýmsar leiðir til þess að koma þeim fyrir kattarnef. Fyrir nokkrum vikum komst hann í kynni við CODDOC húðáburðinn sem margir hafa notað með góðum árangri á unglingabólur. Björgvin sá strax eftir tvo til þrjá daga mikinn mun á húðinni. “Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt. Það var tekin mynd af mér fyrir Haukana fyrir nokkrum dögum og ég tók eftir því, eins og reyndar allir sem þekkja mig og hafa séð myndina, að bólurnar á enninu voru algjörlega horfnar og annars staðar í andlitinu voru þær á hröðu undanhaldi. Þessi breyting gerðist aðeins á einni viku og ég get því heils hugar mælt með CODDOC fyrir alla þá sem eiga í stríði við bólurnar — og það spillir auðvitað ekki að varan er íslensk og 100% náttúruleg.”

Ensím eru próteinsameindir sem allar lífverur jarðarinnar framleiða til þess að hraða efnahvörfum.

INNIHALDSEFNI

Macrogolum 400, Aqua, Glycerin,  Penzyme®, alcohol, tromethamine, calcium chloride, Hydrochloric acid.

FYLGSTU MEÐ