Cibdol - gott CBD frá Sviss

CBD (Cannabidiol, Cannabínóðar) heilsuvörurnar fara um þessar mundir mikla sigurför um heimsbyggðina og skiptir fjöldi ólíkra framleiðenda þeirra nú þegar hundruðum og fjöldi mismunandi CBD vara – í ýmsum gæðaflokkum – skiptir eflaust þúsundum. Virka efnið, CBD, er eitt margra kannabínóða í iðnaðarhampi sem er nytjaplanta í flokki kannabisplantna. Iðnaðarhampur er talinn vera fyrsta plantan sem mannkynið hóf að rækta fyrir þúsundum ára, m.a. til margvíslegra lækninga.

Andrá heildsala ehf. hefur nú tryggt sér einkarétt á Íslandi til heildsöludreifingar á afar vönduðum CBD vörum frá svissneska framleiðandanum Cibdol. Á vef fyrirtækisins, cibdol.com, setur Cibdol hreinleika framleiðslunnar í öndvegi með staðhæfingunni „The purest CBD in the world“. CBD vörur sem flokkaðar eru sem snyrtivörur eru leyfðar á Íslandi og fyrir Alþingi liggur frumvarp um lögleiðingu CBD fæðubótarefna sem nú þegar eru leyfð í nær flestum ríkjum hins vestræna heims.

Þetta eru stór tímamót í verkefnum Andrár og sömuleiðis markaði það þáttaskil í starfseminni að við höfum á sama tíma hætt heildsöludreifingu á Penzim til apóteka og annarra endurseljenda á Íslandi.