Endoca CBD

Endoca leggur í framleiðslu sinni mikla áherslu á ríkulegt, vel skilgreint og sannanlegt magn af CBD. Langt er í frá að allar CBD vörur séu svipaðar. Þar getur m.a. munað um ólíkar ræktunar- og vinnsluaðferðir og sömuleiðis getur magnið af CBD oft verið sáralítið og jafnvel nánast ekkert. Endoca vörurnar eru í efstu deild hvað þetta varðar, fullar af náttúrulegu CBD sem framleitt er eftir ströngustu gæðastöðlum sem völ er á. Engin eiturefni eru notuð við ræktun eða framleiðslu og sömuleiðis ekki tilbúin efni. Öll önnur innihaldsefni eru sömuleiðis lífrænt ræktuð í náttúrunni og vinnsla þeirra er án hvers kyns eitur- eða aukefna.

Endoca CBD vörurnar eru hannaðar í GMP vottuðum rannsóknarstofum undir ströngu lyfjafræðilegu eftirliti. Í þeim eru engin rotvarnar- eða litarefni. Kremin eru glútenlaus og vegan, í þeim eru engin erfðabreytt efni og að baki þeim eru engar tilraunir á dýrum.