Um Andrá

Andrá heildverslun er fjölskyldufyrirtæki sem einbeitir sér að náttúrulegum heilsuvörum. Við dreifum til apóteka og víðar vörum sem grundvalla virkni sína annars vegar á íslenskum sjávarensímum og hins vegar á CBD kannabínóðum sem unnir eru úr lífrænt ræktuðum iðnaðarhampi hjá viðurkenndum og vandlega völdum framleiðendum. Andrá fer einfaldar leiðir til fótfestu á markaðnum og hefur það ávallt að leiðarljósi að bjóða einungis fyrsta flokks vörur annars vegar og hins vegar að stilla verði þeirra í hóf. Á þessu tvennu gerum við engar undantekningar - enda orðsporið í húfi.

Framkvæmdastjóri Andrár er Magnús Páll Gunnarsson.

Við hvetjum fólk til þess að velja CBD vörur sínar vandlega og kynna sér bæði hreinleika þeirra og tengsl á milli styrkleika (magns af CBD) og verðs.